Stúdíóljósmyndun

Nemendur að mynda mynd SMH
Nemendur að mynda mynd SMH

Verklegar æfingar eru stór hluti viðfangsefna nemenda í grunnáfanganum LJÓS2LS05 í listljósmyndun. Áhersla er lögð á listrænar portettmyndatökur bæði í stúdíói og umhverfisportrett. Einnig myndatökur af uppstilltum hlutum og listaverkum. Sérstök áhersla er á beitingu lýsingar og hvernig ljósið málar viðfangsefnin. Staðnemar hafa prýðilega aðstöðu í stúdíói skólans en fjarnemar bjarga sér með ýmsum hætti. Sumir fá afnot af aðstöðu fagmanna á heimaslóð en aðrir leysa málin sjálfir á eigin heimili eða öðrum stöðum sem þeim standa til boða. Áfanganum lýkur með því að nemendur spreyta sig á að túlka eigin verk í ljósmyndum og orðum og setja upp sýningu með eigin verkum.