Stoðþjónusta og Covid 19

Það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar og líðan eins í því óvissu ástandi sem við búum núna við í heimsfaldri Covid-19. Viðnám okkar gagnvart streitu og álagi getur minnkað, kvíði og áhyggjur aukist og tilfinningar um t.d. bjargarleysi, reiði eða sorg komið upp. Stoðþjónusta Menntaskólans á Tröllaskaga hefur tekið saman gagnlegan fræðsluvegg með ýmsum hagnýtum upplýsingum og bjargráðum. Stoðþjónustan minnir líka sérstaklega á þjónustu náms- og starfsráðgjafa, sálfræðings og hjúkrunarfræðings.