Sterkir á svellinu

Fr.v. Helgi Þór Ívarsson, Arnar Helgi Kristjánsson, Alex Máni Sveinsson og Uni Steinn Blöndal. Ljósm…
Fr.v. Helgi Þór Ívarsson, Arnar Helgi Kristjánsson, Alex Máni Sveinsson og Uni Steinn Blöndal. Ljósm. BBS.

Fjórir nemendur skólans voru í landsliðinu í íshokkí sem keppti á heimsmeistaramóti leikmanna yngri en 20 ára sem haldið var í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta voru þeir Alex Máni Sveinsson, Arnar Helgi Kristjánsson, Helgi Þór Ívarsson og Uni Steinn Blöndal.

Okkar menn höfnuðu í fjórða sæti á mótinu; unnu kínverska Taipei 5-4 á fimmtudag völtuðu yfir Mexíkó á sunnudagskvöldið 7-0. Í þeim leik var Alex valinn maður íslenska liðsins og Helgi hélt hreinu í markinu.

Þess má geta að umsjónarkennari nemendanna, Birgitta Sigurðardóttir var sjálfboðaliði Íshokkísambandsins á mótinu. Hún fylgdist grannt með sínum mönnum og hvatti þá áfram í baráttunni. Við getum verið stolt af þessum glæsilegu hokkímönnum okkar.