Stelpur og tækni

Gamithra, Inga og Birgitta
Gamithra, Inga og Birgitta

Einn nemandi MTR, Gamithra Marga og tveir kennarar, Birgitta Sigurðardóttir og Inga Eiríksdóttir eru með vinnustofur á þessari kynningu í Háskólanum á Akureyri í dag. Gestir eru stelpur úr níundu bekkjum grunnskóla á Norðurlandi. Viðfangsefni hjá Gamithru, Birgittu og Ingu er forritun í leiknum Python. Þetta er leikur í borðum og til að komast upp á næsta borð þarf að velja sér persónu og forrita hana. Það er Háskólinn í Reykjavík sem heldur kynninguna í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Myndir