Staðnámi frestað til janúar

Mynd: Lára Stefánsdóttir.
Mynd: Lára Stefánsdóttir.

Nemendur skólans hafa óskað eindregið eftir því að skólastarfi sé ekki raskað frá núverandi formi þegar einungis tvær vikur eru eftir af önninni. Eftir ítarlegar samræður starfsmanna, nemenda, stjórnenda og fleiri hefur því verið ákveðið að fresta staðnámi fram í janúar. Staðnám hefst þá eftir skipulagi miðað við sóttvarnareglur hverju sinni. Minnt er á að nemendur geta komið í skólann til að læra.