Staðnám frá 30. nóvember

Lára Stefánsdóttir: Smábátabryggja Ólafsfirði
Lára Stefánsdóttir: Smábátabryggja Ólafsfirði

Þann 30. nóvember n.k. verður staðnám innan ramma þeirra sóttvarnareglna sem nú gilda. Öllum nemendum með mætingaskyldu ber að mæta. Kennt verður frá 08:10 - 12:45. Eftir þann tíma verða vinnutímar í fjarnámi. Nemendum verður skipt í rými og geta þeir ekki farið úr því rými í önnur. Þeir geta farið á salerni með grímur og sóttvörnum fyrir og eftir þá för. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Þangað til heldur fjarnám áfram.