Söngvaskáld fagnar

Þórarinn Hannesson mynd GK
Þórarinn Hannesson mynd GK

Starfsfólk Menntaskólans á Tröllaskaga hefur margt til brunns að bera og býr yfir fjölbreyttum hæfileikum öðrum en þeim sem snúa beint að kennslunni þó ýmsir þeirra nýtist þar vel. Í hópnum má m.a. finna söngfugla, ljóðskáld, golfara, kjólameistara, kvæðafólk, listljósmyndara, blakara, jógakennara, listmálara, leikritaskáld, gítarleikara, íþróttafrömuði, laga- og textahöfunda, forritara, skíðafólk, björgunarsveitafólk, fréttamann og söngvaskáld. Söngvaskáldið í hópnum fagnar 40 ára tónlistarferli um þessar mundir og ætlar að halda 40 tónleika með frumsömdu efni á árinu af því tilefni. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í sal MTR í hádegishléi í vikunni þar sem ljúfar veitingar runnu niður með ljúfum tónum. Gaman er að segja frá því að eitt laganna var við texta eftir skólameistarann Láru Stefánsdóttur.