Sköpun og tækni

Viðfangsefnið í einum áfanga í miðannarvikunni var að nota ýmis tæki og tækni við sköpun. Nemendur hönnuðu meðal annars farsímastanda og mismunandi merki (logo) sem þeir skáru síðan út í lazerskera. Rafmagnsleikföng voru meðal viðfangsefna og reyndu nemendur sig til dæmis við að smíða arm á vélmenni. Til að hreyfa hann voru notaðar sprautur sem virkuðu eins og vökvatjakkar. Tíu nemendur tóku þátt í þessum áfanga hjá Ólafi Pálma Guðnasyni, tölvunarfræðingi. Myndir