Skólahús lokað, fjarnám

Viti við Fossdal. Mynd: Lára Stefánsdóttir
Viti við Fossdal. Mynd: Lára Stefánsdóttir

Vegna sóttvarnareglna er skólahúsnæði MTR lokað og nemendur mæta í fjarnámsstofur sínar í Meet samkvæmt stundaskrá og stunda fjarnám út vikuna samkvæmt áætlun. Að því búnu er páskafrí en eins og staðan er þá eru ekki komnar upplýsingar um hvað tekur við. Upplýsingar má fá á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.