Skólafundur

Skólafundur mynd GK
Skólafundur mynd GK

Staðnemar ræddu hugmyndir sínar og áherslur varðandi skipulag og inntak náms og skólastarfs, félagslífs og fleira í morgun. Þetta var hópastarf og ekki stýrt hverjir hópuðu sig saman að öðru leyti en því að óskað var eftir að í hópar væru ekki einkynja og þar væri blanda af nýnemum og lengra komnum. Hópar völdu sér sjálfir ritara. Nokkrum útgangspunktum fyrir umræðu í hópunum var varpað á tjald í Hrafnavogum. Unnið verður úr ábendingum og tillögum hópanna og reynt að koma til móts við það sem þar kemur fram við ákvarðanir sem teknar verða á næstunni um námsframboð á næstu önn og annað sem við á. Myndir