Sjónlistadagurinn í MTR

Augu af öllum gerðum voru teiknuð á sjónlistadaginn.
Augu af öllum gerðum voru teiknuð á sjónlistadaginn.

Sjónlistadagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum í gær. Verkefni dagsins var að teikna auga og tóku nemendur jafnt sem kennarar þátt í leiknum.

Félag íslenskra myndlistarkennara stendur fyrir deginum sem er ellefta miðvikudag á hverju ári. Æ fleiri grunnskólar hafa tekið þátt í deginum síðustu ár og nú er verið að ná framhaldsskólunum með. Svona dagar lífga upp á skólalífið og eru skemmtilegt uppbrot.