Síðasti dagurinn í Tallin

Það gekk mikið á í eldhúsinu í gær þegar nemendur frá þremur löndum elduðu saman. Ljósm. SMH.
Það gekk mikið á í eldhúsinu í gær þegar nemendur frá þremur löndum elduðu saman. Ljósm. SMH.

Í dag er síðasti dagur Tallin ferðar fimm nemenda skólans. Dagurinn byrjaði á gönguferð í Lahemaa þjóðgarðinum og nú er vinna við gerð heimildarmyndar um ferðina. Áður en lagt var af stað i þjóðgarðinn var sunginn afmælissöngur fyrir Hrannar Breka en hann varð 19 ára í dag. Við óskum honum til hamingju með daginn.

 

Stærsta frétt dagsins er þó niðurstaða úr Covid pófi i gær og reyndist Íslenska sendinefndin öll neikvæð. Það voru mikil fagnaðarlæti i hópnum þegar þetta fréttist og léttir að vita að við komumst heim á morgun. 

 

Seinna i dag verður kynning á afurðum vinnunar og lokaathöfn heimsóknarinnar. Hópurinn leggur af stað heim í býtið i fyrramálið og flýgur til Riga og þaðan til Keflavíkur