Samstarfsverkefni MTR og Leikhóla

Nemendur Tröllahóls mynd GK
Nemendur Tröllahóls mynd GK

Nemendur Tröllahóls, fjögurra og fimm ára úr Leikhólum í Ólafsfirði, heimsóttu okkur í MTR í morgun. Þau höfðu meðferðis og afhentu myndir sem starfsbrautarnemar okkar munu svo semja sögur útfrá. Myndefnið var frjálst en flestir teiknuðu fólk, til dæmis fjölskyldu sína, en sumir teiknuðu tröll og aðrar fígúrur sem ekki búa í mannheimi. Hugmyndin að þessu skemmtilega samstarfsverkefni MTR og Leikhóla eiga hjónin Guðrún Þorvaldsdóttir og Hólmar Hákon Óðinsson. Hann er umsjónarmaður starfsbrautar en hún er iðjuþjálfi bæði í leikskólanum og MTR. Sögurnar með myndum verða á sýningu skólans á verkum nemenda í desember.  Myndir