Samstarf við menningarstofnanir

Ljóðasetur mynd Þórarinn Hannesson
Ljóðasetur mynd Þórarinn Hannesson

MTR ætlar auka samstarf við menningarstofnanir á Tröllaskaga og hefur þegar gengið frá viljayfirlýsingum um samstarf við Síldarminjasafn Íslands og Ljóðasetur Íslands á Siglufirði. Samstarfið getur falist í ýmsum þáttum en gert er ráð fyrir heimsóknum nemenda á Síldarminjasafnið og nýtingu á safnkosti og sýningarhúsum til skapandi starfa og verkefna, til dæmis í ljósmyndun og smíði eða viðgerðir á gömlum trébátum undir handleiðslu sérfræðinga. Samstarf við Ljóðasetrið getur meðal annars falist í heimsóknum nemenda og fræðslu um íslenska ljóðlist, heimsóknum ljóðskálda á vegum setursins, sérfræðiráðgjöf til kennara í MTR og námskeiðum í skapandi skrifum og ljóðlist, til dæmis í miðannarviku. Þá er vilji til að nemendur skólans fái tækifæri til að lesa upp á Ljóðasetrinu og taki þátt í ljóðakvöldum og árlegri ljóðahátíð. Áformað er að semja við fleiri menningarstofnanir um sambærilegt samstarf.