Samstarf við Fjallabyggð

Lára og Guðrún mynd GK
Lára og Guðrún mynd GK

MTR og sveitarfélagið Fjallabyggð hafa gert samstarfssamning um alþjóðlegu ráðstefnuna ecoMEDIAeurope sem haldin verður á Tröllaskaga í haust og kallast GERE. Kjarni hans er að sveitarfélagið styðji skólann vegna ráðstefnunnar og skólinn kynni sveitarfélagið í tengslum við ráðstefnuna. Þátttakendur verða frá mörgum Evrópuríkjum og alls staðar að af landinu. Málefnið er þróun og notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Þetta verður þrettánda ecoMEDIAeurope ráðstefnan. Sú tólfta var haldin í Glasgow í haust og sótti hana hópur kennara úr MTR og fleiri skólum hér á landi. Sama á við um elleftu ráðstefnuna sem haldin var í Iasi í Rúmeníu haustið 2016. Í tengslum við þrettándu ráðstefnuna á Tröllaskaga í október mun MTR markaðssetja svæðið. Fjallabyggð styrkir skólann og veitir ýmsa þjónustu. Skólinn hefur heimild til að nota merki Fjallabyggðar við kynningu á ráðstefnunni og í dagskránni kemur fram að sveitarfélagið styrki hana. Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, starfandi bæjarstjóri undirrituðu samstarfssamninginn í gær.

Hér má finna auglýsingu um GERE ráðstefnuna (Global Education in a Rural Environment - GERE)
Tengill á slóð ráðstefnunnar er hér.