Samskipti við Singapore

Safiah Sulaiman og Páll Helgi mynd GK
Safiah Sulaiman og Páll Helgi mynd GK
„i thought about you when i am here“ – þetta er listrænn titill á verkefni sem nemendur í fjórum áföngum vinna í samstarfi við nokkra erlenda listamenn sem dvelja í Listhúsinu í Ólafsfirði. Verkefnið snýst um að búa til póstkort með myndum og texta á ensku. Kortin verða á opinberri myndlistarsýningu í Singapore í lok mánaðarins.

„i thought about you when i am here“ – þetta er listrænn titill á verkefni sem nemendur í fjórum áföngum vinna í samstarfi við nokkra erlenda listamenn sem dvelja í Listhúsinu í Ólafsfirði. Verkefnið snýst um að búa til póstkort með myndum og texta á ensku. Kortin verða á opinberri myndlistarsýningu í Singapore í lok mánaðarins.

Á kortunum eiga að vera myndir af íslensku landslagi eða matvælum og texti sem vísar til myndarinnar. Safiah Sulaiman, sýningastjóri frá Singapore stýrir þessu verkefni og setur póstkort nemendanna á sýninguna. Hún er líka tengiliður við nemendur í framahaldsskóla í heimalandi sínu sem munu svara póstkortum nemenda í MTR í sömu mynt. Markmiðið með verkefninu er að mynda tengsl við ungt fólk í öðrum menningarheimi og kynnast matarmenningu þeirra og viðhorfum. Nemendur MTR sem taka þátt í verkefninu eru í ensku, myndlist, tilverunni og áfanga sem heitir matur og menning. Myndir