Roðagyllum heiminn

Ljósm. Ida Semey.
Ljósm. Ida Semey.

Átakið Roðagyllum heiminn hófst í dag í skólanum með mandarínu- og snúðaveislu ásamt sýningu á gagnvirku listaverki eftir Idu Semey, kennara skólans. Átakið stendur í 16 daga og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. Átakið er á vegum UN Women en Soroptimistasamtökin um heim allan taka virkan þátt í því. Íslenskir Soroptimistar hafa forgöngu um að lýsa upp ýmsar byggingar með appelsínugulu ljósi en en það er einkennislitur átaksins. Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga lagði til mandarínur sem nemendur og starfsfólk gæddu sér á í morgun. Snúðana bökuðu nemendur í áfanganum Matur og menning og voru þeir að sjálfsögðu með appelsínugulum glassúr.

Einnig fengu nemendur og kennarar fyrirlestur sem Fönn Hallsdóttir forseti ungmennaráðs UN Women flutti. Áfram verður fjallað um þetta mikilvæga málaefni í skólanum því í næstu viku munu nemendur í upplýsingatækni gera heimildamynd sem tengist kynbundnu ofbeldi.

Samkvæmt upplýsingum frá UN Women verður nálægt þriðjungur allra kvenna í heiminum fyrir kyndbundnu ofbeldi eða áreitni einhverntíman á lífsleiðinni. Þetta hlutfall hækkar verulega þegar þrengingar eiga sér stað í samfélaginu líkt og í heimsfaraldrinum og sömuleiðis á stríðshrjáðum svæðum og þar sem hamfarir eiga sér stað. Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt vandamál sem hefur áhrif á milljónir kvenna. Það er því mikilvægt að taka það á dagskrá, ræða og fræða og það munum við gera í MTR.

Fleiri myndir hér.