Rafræn afhending grænfánans

Afhending mynd GK
Afhending mynd GK

Menntaskólinn fékk grænfánan afhentan í morgun. Katrín Magnúsdóttir, sem stýrir grænfánaverkefninu hjá Landvernd afhenti fánann, í fyrsta sinn með rafrænum hætti. Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt og taka skólar í sextíu og átta löndum þátt í því. Það snýst um að breyta heiminum til hins betra. Menn eru hluti náttúrunnar og þurfa að gæta hennar fyrir komandi kynslóðir. Störf umhverfisnefndar MTR á síðasta skólaári eru forsenda þess að skólinn fær grænfánann nú afhentan. Starfinu verður fram haldið í vetur. Nemendur einstakra áfanga skiptast á um annast umhverfisverkefni í samhengi við námsefni hverju sinni.