Öskudagur

Öskudagur
Öskudagur

Einhyrningar, kettir og uglur hafa heimsótt skólann í dag. Einnig ofurmenni, gamlar konur, sjóræningjar, galdramenn og uppvakningar. Allir syngja og fá sætindi að launum. Ýmsar áherslur má greina í lagavali. Gamli Nói heldur velli en lítt hefur að þessu sinni heyrst af Bjarnastaðabeljunum sem stundum hafa verið ofarlega á lista. En það var sungið glaðlega um sólina sem menn vilja láta skína á sig og franska barnalagið Alouette hljómaði fagurlega. Myndir