Öskrað á fjöllin

Að venju sýna nemendur afrakstur vinnu sinnar og sköpunar í lok annar. Að þessu sinni verða meðal annars til sýnis portrettverk, módelteikningar og ýmis verk úr inngangi að listum. Einnig verða sýnd verk úr fagurfræði, þar á meðal athyglisvert vídeóverk sem ber titilinn Öskrað á fjöllin. Nemendur í fréttaljósmyndun og stúdíóljósmyndun sýna sín verk, skapandi enskuverkefni verða til sýnis, verkefni úr eðlis- og efnafræði og fleiri námsgreinum. Sýningin verður opin frá 13:00-16:00 laugardaginn 12. maí. Allir velkomnir.