Nýtnivika í skólanum

Nemendur í Rauðakross búðinni í Ólafsfirði.
Ljósm. Karólína.
Nemendur í Rauðakross búðinni í Ólafsfirði.
Ljósm. Karólína.

Evrópska nýtnivikan var í síðustu viku og áhersla var að þessu sinni á textíl. Meðal annars var hvatt til þess að fyrirtæki og stofnanir komi upp fataskiptaslá. Slík slá hefur reyndar verið í MTR um árabil og nemendur og starfsfólk eru dugleg að skilja eftir fatnað og finna sér flíkur til að nota áfram.

Í vikunni fjölmenntu nemendur í Rauðakross búðina í Ólafsfirði og fundu þar margar gersemar. Þá var viðgerðarkaffi í vikunni þar sem Unnur Hafstað stærðfræðikennari og kjólameistari aðstoðaði við að gera við og breyta gömlum flíkum. Nýtni og endurvinnsla er okkur í MTR því hugleikin og í gær var Guðbjörn Hólm félagsgreinakennari að laserskera jólamerkispjöld úr kassa undan mandarínum.

Fleiri myndir hér.