Nýnemar boðnir velkomnir í skólann

Fótbolti á nýnemadegi. Ljósmynd: G.K.
Fótbolti á nýnemadegi. Ljósmynd: G.K.

Í dag voru afhent verðlaun fyrir þátttöku í nýnemadeginum í síðustu viku. Í MTR er ekki busavígsla eins og í mörgum framhaldsskólum heldur eru nýnemar boðnir velkomnir með leikjum og grillveislu í hádeginu. Keppt var í ratleik og þurftu nýnemarnir að leysa ýmsar þrautir og taka myndir.

Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum; þrautseigju, samheldni, frumkvæði og svo fékk stigahæsta liðið verðlaun.

Eftir hádegið tóku allir staðnemar þátt í gleðinni og gerðu sér ýmislegt til dægrastyttingar svo sem að fara í sund, fótbolta eða horfa saman á bíómynd. Smellið hér til að sjá myndir af vinningsliðunum og svipmyndir frá nýnemadeginum