Nemendur úr Grindavík og björgunaraðilar

Sólaruprás mynd GK
Sólaruprás mynd GK

Við höfum haft samband við alla nemendur, sem eiga lögheimili í Grindavík, vegna jarðhræringanna þar og þess ástands sem þær hafa í för með sér. Farið var yfir með hverjum og einum hvaða leiðir eru í boði og hvernig við áætlum að vinna með þeim út önnina. Sama á við björgunaraðila sem hafa verið við störf í Grindavík. Ef einhverjir hafa orðið útundan, búa í Grindavík en ekki með lögheimili þar eða eru við björgunaraðgerðir og hafið ekki haft samband vinsamlegast hafið samband við Birgittu umsjónarkennara fjarnáms, birgitta@mtr.is eða í síma 862 6987