Nemendur 10. bekkjar í tröllahöndum

Í síðustu viku bauð nemendafélagið Trölli nemendum 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar til skemmtikvölds í skólanum með það að markmiði að þjappa þessum tveimur hópum betur saman. Heilasellurnar voru virkjaðar í spurningakeppnum, bragðlaukarnir gladdir með pizzahlaðborði og svo var spjallað og hlegið. Vel tókst til og mæting góð. Myndir