Nemendaráðskosning

Ellefu nemendur keppa um sæti í nemendaráði Trölla, félags nemenda í skólanum. Kosningin er rafræn. Hún hófst í morgun miðvikudag kl. 10:00 og stendur til föstudags 14. september kl. 12:00. Frambjóðendur kynna sig og áhersluatriði sín í félagslífi skólans á flettiskjá í Hrafnavogum. Það eru fimm sæti í nemendaráðinu sem þessir ellefu nemendur keppa um. Sú eða sá sem hlýtur flest atkvæði verður formaður. Á kjörskrá eru staðnemar og nemar með frjálsa mætingu.