Námsferð til Lundúna

Fjallabygggðarbítlarnir á gangbrautinni frægu við Abbey Road hljóðverið. Ljósmynd: Lísebet Hauksdótt…
Fjallabygggðarbítlarnir á gangbrautinni frægu við Abbey Road hljóðverið. Ljósmynd: Lísebet Hauksdóttir

Þrettán manna hópur frá MTR er nú í námsferð í Lundúnum. Þetta eru ellefu nemendur og tveir kennarar sem munu dvelja í heimsborginni fram að helgi við leik og störf. Allt er þetta tónlistarfólk, flest af listabraut og markmið ferðarinnar er að kynnast tónlistarlífinu í borginni og spila á tónleikum með tónlistarnemum í London.

 

Í dag var hluti af hópnum á hljómsveitaræfingu með nemendum í London College of Music en hin skoðuðu Tate Modern safnið á meðan. Síðan sameinaðist hópurinn í Abbey Road sem er eitt sögufrægasta hljóðver heimsins. Þar hljóðrituðu Bítlarnir allar sínar plötur en einnig komu Pink Floyd, Radiohead, Oasis og fleiri risar rokksögunnar við sögu í Abbey Road. Deginum lauk svo með rölti um Oxford Street, Carnaby Street, Piccadilly Circus, Leicester Square og Chinatown.

 

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Lundúnafaranna á Instagram síðunni MTR tónlist