Nærverur í námi

Bergþór Morthens listakennari og Lára Stefánsdóttir skólameistai eru nú stödd á Möltu vegna fundar í stýrihóp Erasmus+ verkefnis sem kallast TRinE eða Telerobotics in Education sem við gætum þýtt sem Nærverur í námi. Með í verkefninu eru háskólar frá Austurríki, Grikklandi, Íslandi, Möltu og Þýskalandi ásamt grunnskóla á Möltu.

Markmiðið er að skoða hvernig má nýta nærverur í námi og kennslu og gera vef með leiðbeiningum og dæmum um notkun, Háskólarnir eru einnig að rannsaka notkunina og reikna með að birta greinar byggðar á þessu verkefni. Tekin hafa verið viðtöl við nemendur og kennara skólans og reynslunni miðlað.

Háskólarnir eru allir að nota nærverur í fyrsta skipti utan Háskólans á Akureyri sem hefur langa reynslu en það voru einmitt fulltrúar þeirra sem kynntu okkur fyrir þessum fínu verkfærum sem hafa nýst okkur vel frá því síðla árs 2018. Hlökkum við til að þróa notkun nærveranna markvissar og betur eftir þáttöku í þessu verkefni.