MTR í Söngkeppni framhaldsskólanna

Tryggvi Þorvaldsson, Hörður Ingi Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson og Mikael Sigurðsson eru
fulltrúar MTR í Söngkeppni framhaldsskólanna. Þeir leika jafnframt á eigin hljóðfæri, tvo
gítara, hljómborð og bassa. Keppnislagið þeirra verður I ́m gona find another you eftir John
Mayer. Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Kópavogi á laugardagskvöld. Keppendur
koma fram í sal án áhorfenda vegna heimsfaraldursins. Keppnin verður í beinni
útsendingu á RÚV. Hún hefst klukkan 20:00 og stendur í um það bil tvær klukkustundir.
Okkar menn eru með þeim síðustu á svið, sem þykir gott í keppni af þessu tagi.