MTR getur betur

Frá visntri: Amalía, Hafsteinn, Jón Grétar og Lárus. Ljósm. HHÓ.
Frá visntri: Amalía, Hafsteinn, Jón Grétar og Lárus. Ljósm. HHÓ.

Lið MTR tryggði sér sæti í annarri umferð Gettu betur með 11-7 sigri á liði Menntaskóla Borgarfjarðar í gær. Liðið skipa Amalía Þórarinsdóttir, Hafsteinn Karlsson og Jón Grétar Guðjónsson. Liðsstjóri er Lárus Ingi Baldursson.

Skólarnir sem eru komust áfram eru auk MTR, Borgarholtsskóli, FÁ, FB, FG, FSU, FVA, FSH, MR, Kvennaskólinn og Tækniskólinn.

Fyrstu umferð lýkur í kvöld kvöld en þá eigast við FMOS og ME, MH og FAS og að lokum ML og VA. Næsta viðureign okkar fólks verður í næstu viku og í kvöld verður dregið um mótherja.