MTR fyrirmyndarstofnun

Menntaskólinn á Tröllaskaga varð í öðru sæti í flokki meðalstórra
stofnana að þessu sinni. Í fyrsta sæti varð Framhaldsskólinn í
Vestmannaeyjum. Þetta er sama röð á þessum tveimur stofnunum og var
fyrir tveimur árum en í fyrra var MTR í fyrsta sæti en FV í öðru. Við
óskum þeim í Eyjum innilega til hamingju. Fimm stofnanir í þessum
flokki hljóta sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnanir, Menntaskólinn á
Laugarvatni, Samkeppniseftirlitið og Menntaskólinn á Egilsstöðum auk
MTR. Meðalstórar teljast þær stofnanir sem hafa 20-49 starfsmenn. MTR
hefur fjórum sinnum vermt efsta sætið í þessum flokki og þar með
fengið sæmdartitilinn „Stofnun ársins“.

„Það ber að þakka stéttarfélaginu Sameyki fyrir að framkvæma þessa
könnun sem er ríkisstofnunum mikilvæg þar sem marktækar upplýsingar fást
um líðan starfsmanna með ítarlegri könnun. Með því móti gefst
eftirsóknarvert tækifæri til að fara vel yfir niðurstöðurnar og ná
markvissum umbótum. Góð líðan starfsfólks breytir miklu á vinnustað
þar sem einstaklingar eru stóran hluta lífsins. Þegar fólki líður vel
næst betri samvinna milli þeirra sem eflir árangur stofunar til að
sinna markmiðum sínum..“ sagði Lára Stefánsdóttir skólameistari MTR.