MTR er Stofnun ársins 2019

Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis afhendir starfsfólki MTR verðlaunin.
Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis afhendir starfsfólki MTR verðlaunin.

Menntaskólinn á Tröllaskaga varð „Stofnun ársins 2019“ í flokki meðalstórra ríkisstofnana á hátíðlegri athöfn á Hilton Nordica 15. maí að viðstöddu fjölmenni. Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins. Gallup framkvæmir könnunina fyrir Sameyki stéttarfélag.

Heildareinkunn Menntaskólans á Tröllaskaga var 4,738 en það var ekki einungis hæsta einkunnin í flokki meðalstórra ríkisstofnana heldur hæsta einkunn allra þeirra 162 ríkisstofnana sem tóku þátt í könnuninni.

Þessar kannanir Sameykis (áður SFR) eru gríðarlega verðmætar og notar Menntaskólinn á Tröllaskaga þær við innra mat, skoðun á starfsaðstæðum og mati á stöðu skólans í samanburði við aðra. Því er rétt að þakka Sameyki fyrir þetta gríðarlega mikilvæga framtak sem svo sannarlega getur leitt til betra starfsumhverfis allra stofnana sem taka þátt. Sundurliðun á stöðu Menntaskólans á Tröllaskaga í fyrri könnunum má finna hér