Mötuneyti - loksins

Mötuneyti
Mötuneyti

Mikil tímamót urðu í MTR í gær þegar opnað var mötuneyti í skólanum. Lengi hafa bæði nemendur og starfsmenn þráð að fá framreiddan heitan mat í hádeginu. Nýi salurinn, Hrafnavogar, sem vígður var fyrr í haust er forsenda fyrir rekstri mötuneytisins. Á borðum fyrsta daginn var lasagna með kjötsósu, salati og hvítlauksbrauði. Góðir gestir voru í skólanum, kennarar í Framhaldsskólanum á Húsavík og nutu þeir máltíðarinnar með heimafólkinu. Könnun sem gerð var meðal nemenda og starfsmanna fyrr í haust leiddi í ljós að þeir vilja fjölbreyttan og hollan mat. Mötuneytið verður opið frá 9-15 en einni klukkustund skemur á föstudögum. Stefnt að því að bjóða upp á morgunmat með brauðmeti, ávöxtum, hollustudrykkjum o.fl. Gestir og gangandi eru velkomnir að skoða mötuneytið og reyna þjónustuna.

https://www.facebook.com/motuneytimtr/?fref=gs&hc_location=group Hér er slóð á Fb-síðu mötuneytisins þar sem ávallt er hægt að skoða matseðla og fá frekari upplýsingar.