Matur og menning

Sushi mynd GK
Sushi mynd GK

Í síðustu kennslustundum áfangans „matur og menning“ var gestakennari Unnur María Máney, sirkuslistamaður með meiru. Viðfangsefnið var japanski rétturinn sushi. Nemendur voru mjög áhugasamir um þessa matargerð og lögðu sig alla fram. Kennarar og aðrir nemendur skólans voru ekki síður áhugasamir um að bragða á framleiðslunni, sem segjast verður að vakti mikla lukku.

Í áfanganum er áhersla lögð á að fræða nemendur um matarmenningu mismunandi menningarsvæða. Unnið er með ríkjandi hefðir og fjallað um hvað er líkt eða ólíkt milli landa. Kennari í áfanganum er Ida Semey.