Litháenfarar ánægðir

Mikil ánægja ríkir í hópi nemenda sem dvöldu í Litháen í viku í samstarfsverkefninu HELP. Auk Litháa og Íslendinga eru nemendur frá Noregi og Spáni í verkefninu. Viðfangsefnin í vikunni tengdust mengun með sérstakri áherslu á matvæli sem nemendur tóku með sér að heiman til rannsóknar. Einnig var fjallað um loftmengun og hljóðmengun sem var rannsökuð í kring um skólann í þátttökuborginni Siauliai. Félagslíf var fjörugt í hópnum meðan á dvölinni stóð og til dæmis haldnar kvöldvökur helgaðar hverju landi um sig. Gestgjafarnir voru leiðandi í þessu starfi sem gekk með ágætum og góð kynni tókust með þátttakendum. Aðkomufólkið naut gestrisni og gisti heima hjá litháisku þátttakendunum. Almenn ánægja var með þá tilhögun. Myndir