Listnemar sýna í MTR

Salur mynd GK
Salur mynd GK

Fimmtudaginn 25. mars kl. 12:00 opna fimm listnemar við Menntaskólann á Tröllaskaga samsýninguna ,,Hið"... Sýningin er í Hrafnavogum, sal Menntaskólans. Nemendurnir eru allir í áfanganum MYNL3LF05 - Myndlist, listgildi og fagurfræði og hafa verið að skoða myndlist frá sjónarhóli fagurfræðinnar. Sýningin samanstendur af verkum sem fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska. Túlkun þeirra er ólík og nálgast þau viðfangsefnið hvert með sínum hætti. Sýningin verður opin á þeim tíma sem skólinn er opin til loka annarinnar. Allir eru velkomnir. Minnt er á að virða verður sóttvarnareglur.