Líflegur nýnemadagur

Nýnemadagurinn var haldinn í samstarfi við Grunnskóla Fjallabyggðar í fyrsta sinn og tókst prýðilega. Hæst bar keppni í sápubolta. Tíu lið kepptu, fimm frá hvorum skóla og spilaði hvert lið þrjá leiki. Ýmis glæsileg tilþrif sáust í leikjunum og almennt var gleðin við völd. Aðstaða KF í vallarhúsinu kom að góðum notum. Inni hittust félagar í Tölvuleikjaklúbbnum og tóku nokkra leiki. Öllum var boðið upp á veitingar að hætti Bjargar Trausta. MYNDIR