Lífleg sýning

Sýning mynd GK
Sýning mynd GK

Sýning í lok haustannar var venju fremur lífleg og skemmtileg að þessu sinni. Auk verka úr myndlistar- og ljósmyndaáföngum voru verk úr íslensku, sögu, ensku og heimspeki áberandi. Sigurður Mar sýndi gestum virkni þrívíddarprentara og laserskera í myndlistarstofunni og á stóru tjaldi í salnum rann vídeóverkið Eyjahaf eftir Kötlu Gunnarsdóttir. Hún gerði verkið á eynni Lesbos þar sem hún var við hjálparstörf á haustönninni. Þá sýndi Anne-Flore Marxer kvikmynd sína „a land shaped by women“ sem að hluta var tekin í Fjallabyggð. Rætt er við ungar stúlkur úr byggðarlaginu í myndinni. Gestum á sýningunni þótti myndin mjög áhugaverð og einnig að geta rætt við höfundinn um efni og gerð myndarinnar.

Þrjú stór lokaverkefni voru á sýningunni. Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir sýndi stór abstraktverk, Sigrún Kristjánsdóttir sýndi listrænar ljósmyndir og Telma Ýr Róbertsdóttir litrík málverk. Almennt má segja að óhlutbundin verk hafi verið áberandi úr myndlistaráföngum og inngangi að listum. Nemendur úr goðafræðiáfanga í íslensku sýndu fjölmörg verk þar sem æsir komu við sögu, Ratatorskur og Fenrisúlfur sem orðinn var að laxi að éta sólina. Nemendur í frumkvöðlafræði sýndu meðal annars matreiðslubók, ljósmyndabók og ýmislegt skraut. Nemandi í ensku sýndi leik sem hægt er að keppa í og geta nokkrir ást við. Myndir

Nemendur og starfsmenn MTR þakka gestum fyrir komuna.