Kynfræðsla

Sigga Dögg mynd google.com
Sigga Dögg mynd google.com

Góður rómur var gerður að fræðsluerindi Siggu Daggar, kynfræðings í skólanum í upphafi vikunnar. Erindið var bæði fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Síðar sama dag bauð Sigga Dögg upp á fræðsluerindi fyrir foreldra en þar sem fáir sáu sér fært að mæta var brugðið á það ráð að nota tækni nútímans. Sendur var úr „lifandi viðburður“ á fésbókarsíðu sem skólinn heldur úti fyrir foreldra. Mæltist það vel fyrir og ljóst að foreldrar gátu vel nýtt sér þessa tækni til að fá fræðsluna heim í stofu ef þeir komust ekki á fyrirlesturinn í rauntíma.