Konur í stjórnmálum og sögu

Kvennafrídagurinn 1975 mynd frettabladid.is
Kvennafrídagurinn 1975 mynd frettabladid.is

Nemendur í kvennasögu hafa það verkefni í þessari viku að setja lög flutt eða samin af konum á Spotify lista. Fjöldi laga er þegar kominn inn á listann. Þar kennir margra grasa, allt frá Bríeti til Birgittu Haukdal, Grýlanna og Janis Joplin. Texti á að fylgja þar sem valið er skýrt. Áður hafa nemendur í þessum áfanga m.a. fjallað um kvennafrídaginn 1975 og kvenkyns rithöfunda og kvenpersónur í bókmenntum. Í stjórnmálafræði er fjallað um stefnur þessar vikurnar og núna eru feminisminn og nýfjrálshyggjan á dagskrá. Verkefni í fyrrgreindu stefnunni snúast meðal annars um Kvennalistann og Kvennaframboðin hér á landi á síðustu öld.

Birgitta Sigurðardóttir kennir kvennasöguáfangann og þar eru 23 nemendur en Hjördís Finnbogadóttir kennir stjórnmálafræðina og þar eru 53 nemendur.