Klippimyndagerð

Markmið áfangans var að fá nemendur til að setja hlutina í nýtt samhengi með því að kynnast ólíkum sjónarhornum úr sögu málaralistarinnar. Í upphafi var fjallað um forkólfa í gerð klippimynda svo sem Pablo Picasso, Georges Braque, Kurt Schwitters og dadaistana. Næst var hugað að efniviðnum og fengu nemendur frjálsar hendur um hvernig þeir nýttu glanstímarit, bækur og fleira sem til reiðu var í sköpun sinni. Fjölbreyttar myndir urðu til hjá nemendum og bregður fyrir ólíkum karakterum, á borð við Elvis og Trump, í óvenjulegu samhengi. Nemendur gerðu síðan stórt samsett verk (255x175) úr klippimyndunum sínum sem ætti að njóta sín vel á sýningu á verkum nemenda í lok annarinnar. Leiðbeinandi í áfanganum var Martin Holm, listmálari. Myndir