Kennarar læra

Guito mynd HF
Guito mynd HF
Tveir þriggja manna hópar kennara hafa nú dvalið í viku, hvor í sínum framhaldsskólanum í Danmörku og fylgst með námi og kennslu í sérgreinum sínum. Móttökuskólarnir voru Köbenhavns åbne Gymnasium, sem er 900 manna, fjölmenningarlegur bekkjarskóli og Bröndby Gymasium, einkaskóli með um 250 nemendur, sem leggur m.a. áherslu á að laga skólakerfið að iðkun afreksíþrótta.

Tveir þriggja manna hópar kennara hafa nú dvalið í viku, hvor í sínum framhaldsskólanum í Danmörku og fylgst með námi og kennslu í sérgreinum sínum. Móttökuskólarnir voru Köbenhavns åbne Gymnasium, sem er 900 manna, fjölmenningarlegur bekkjarskóli og Bröndby Gymasium, einkaskóli með um 250 nemendur, sem leggur m.a áherslu á að laga skólakerfið að iðkun afreksíþrótta.

Í BG kynntu Margrét Laxdal, Óskar Þórðarson og Þórarinn Hannesson sér hvernig Danirnir nýta sér tölvur til kennslu og utanumhalds ásamt því að fylgjast með kennslu í íþróttum og fleiri greinum. :á fylgdust þau sérstaklega með verkefninu „Besti skóladagur í heimi“ sem tveir bekkir í BG skipulögðu fyrir 200 nemendur úr 4. bekk sem komu úr grunnskólum í nágrenninu. Það kom kennurunum úr MTR á óvart hversu sjáfstæðir dönsku nemendurnir voru í vinnu sinni og hversu lítið kennarar þeirra skiptu sér af ferlinu og framkvæmdinni; nemendur fengu að reka sig á og læra af mistökum sínum.

Í KG fylgdust Hjördís Finnbogadóttir, Rodrigo J. Thomas - Guito og Tryggvi Hrólfsson með kennslu í samfélagsgreinum, tónlist og tungumálum. Sérstaka athylgi þeirra vakti hve Danirnir eru flinkir að nota samræðu sem kennsluaðferð í mörgum námsgreinum. Skipulögð gagnkvæm kennsla nemenda vakti líka athygli, nýting ganga, tengibyggingar og þaks sem námsaðstöðu og raunar margt fleira. Guito notaði líka tækifærið og heimsótti Sankt Anne Gymnasium við hliðina á KG en þar er veitt tónlistarmenntun á heimsmælikvarða. Í SAG er tónlistarmenntunin, efstu bekkir grunnskóla og framhaldsskóli undir sama þaki.

Það er einróma álit kennaranna að bæði hafi verið lærdómsríkt og gagnlegt að kynnast af eigin raun skólastarfi í dönskum framhaldsskólum. Fleiri kennarar munu fara í svipaðar kynnisferðir á næstunni. MTR fékk Erasmus+-styrk fyrir verkefnið „Skapandi og nýstárlegar lausnir í menntun“ sem er í flokknum „Nám og þjálfun“. Umsókn skólans fékk 85 stig af 100 mögulegum. Umsjónarmaður verkefnisins er Ida Semey. Myndir frá KG  Myndir frá BG