Jólasmiðja

Föndur mynd GK
Föndur mynd GK

Sköpunargleði og einbeiting skein úr svip gesta á jólasmiðju skólans í gær. Meðal gesta voru nokkrir nemendur grunnskólans. Þeir nutu eins og aðrir gestir leiðbeininga listgreinakennara skólans. Meðal annars voru steypt og skreytt kerti og málaðar ýmsar jólalegar fígúrur sem skornar voru út í laserskera skólans.

Auk þess að næra andann á aðventunni í góðum félagsskap er stafrænni smiðju ætlað að efla skapandi hugsun í námi í samstarfi við nærsamfélagið. Hugmyndin er að bæði grunnskólanemar og íbúar hafi aðgang að slíkum smiðjum auk nemenda skólans. Þetta er sérstakt markmið í skólastarfinu og tengist bæði markmiðum ríkisstjórnarinnar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.  Myndir