Jólamót í badminton

Í lok hverrar annar hafa nemendur og kennarar skapað þá hefð að keppa í þeirri íþróttagrein sem er kennd hverju sinni. Í þetta sinn var það badminton og tuttugu nemendur skráðu sig til leiks. Keppt var í einliðaleik og tvíliðaleik og fengu aðrir samnemendur frí til þess að koma og hvetja.  Staðan er nokkuð jöfn á milli kennara og nemenda að loknum fjórum önnum. En kennarar verða þó að herða sig því nemendur eru komnir með forskot hvað þátttökuna varðar.

 

Úrslit á jólamótinu:

1. sæti í kvennaflokki: Sóley Lilja Magnúsdóttir

1. sæti í karlaflokki: Guðbrandur Elí Skarphéðinsson

1. sæti í tvíliðaleik lönduðu þeir Helgi Már Kjartansson og Skarphéðinn Sigurðsson