Jólakvöld Nemendafélagsins Trölla

Ljósm. IE.
Ljósm. IE.

Jólakvöld nemendafélagsins var haldið í skólanum á fimmtudagskvöld. Starfsfólki var einnig boðið til veislu og skemmtunar í skólanum. Kvöldið byrjaði á Kahoot leik með veglegum vinningum sem Lárus Ingi stjórnaði og eftir það var borðhald. Boðið var upp á hangikjöt, hamborgarhrygg ásamt meðlæti og eftirrétt.

Eftir borðhaldið var gestum skipað í þriggja manna lið og farið í pubquiz sem Amalía og Sara stjórnuðu. Þar voru sömuleiðis glæsilegir vinningar sem og í bingói sem Frímann og Jón Grétar sáu um.

Kvöldið tókst mjög vel, salurinn var fallega skreyttur, skipulagið gott og samvinna nemenda til fyrirmyndar. Nemendafélagið á heiður skilinn fyrir vinnu sína. Þegar hefur félagið staðið fyrir hrekkjavökuhátíð, kósýkvöldi og tölvuklúbburinn hefur haldið LAN. Félagslífið er því smám saman að komast á skrið eftir langt og hamlandi covid tímabil.

Myndir frá kvöldinu má sjá hér.