Jafnrétti einkennir nám í MTR

MTR mynd GK
MTR mynd GK

Nýbirt rannsókn Þuríðar Jónu Jóhannsdóttur, dósents á Menntavísindasviði HÍ, á skólastarfi í MTR bendir til þess að skólinn stuðli að jöfnum möguleikum allra nemenda til náms. Þetta er byggt á greiningu á kennsluháttum og skólamenningu. Brottfall sé lítið og námsframvinda góð sem bendi til þess að skólinn þjóni nemendahópnum vel. Um 60% nemenda lýkur stúdentsprófi á þremur árum eða skemmri tíma en meðalnámstími brautskráðra stúdenta frá uppafi til 2015 var um þrjú og hálft ár. Brottfall staðnema er sáralítið en brottfall fjarnema var 7,5% á árinu 2016. Til samanburðar var brottfall fjarnema í öðrum framhaldsskólum 27-40% árið 2010. Sjá grein Þuríðar Jónu hér: http://netla.hi.is/greinar/2017/ryn/15.pdf