Innritunargjöld

Sjósund mynd GK
Sjósund mynd GK

Allir nemendur ættu að vera komnir með greiðsluseðil vegna innritunargjalda fyrir haustönn 2017 í heimabanka. Greiðsluseðlar munu einnig verða sendir út. Með greiðslu staðfesta nemendur skólavist sína. Ógreiddur reikningur þýðir að nafn nemanda verður tekið af nemendalista skólans og hann fær þar með ekki skólavist á haustönn. Þetta á einnig við um fjarnema. Fjarnemum er bent á að greiða greiðsluseðilinn í banka ekki heimabanka þurfi þeir kvittun fyrir innritunargjöldum fyrir verkalýðsfélag.