Innritun hafin í fjarnám

Ljósmynd: SMH
Ljósmynd: SMH

Búið er að opna fyrir innritun í fjarnám í MTR. Áhugasömum er bent á að hafa hraðar hendur því undanfarin ár hafa áfangar verið fljótir að fyllast. Til marks um það voru 10 nemendur búnir að innrita sig frá miðnætti til hálf eitt í nótt. Á vorönn 2023 eru 49 áfangar í fjölmörgum námsgreinum í boði í fjarnámi. Engar staðlotur eru í skólanum og fjarnemar þurfa því aldrei að mæta í skólann. Vendikennsla er í öllum áföngum og allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar fjarnemum hentar. Þá eru engin lokapróf en í stað þess er símat alla önnina og vikuleg skil. Fjarnám í MTR er því mjög aðgengilegt og sniðið að ólíkum þörfum nemenda.