Innritun fjarnema hafin

Ljósm. SMH
Ljósm. SMH

Innritun í fjarnám á vorönn hófst í morgun og verður opin fram í desember. 46 áfangar eru í boði á vorönninni en þeir lokast um leið og hámarks nemendafjöldi hefur verið skráður til náms. Þannig getur framboð áfanga minnkað hratt svo það borgar sig að hafa hraðar hendur. Nýir nemendur sem vilja skrá sig í skólann eru innritaðir eftir umsóknaröð. Innritunin fer fram rafrænt í gegnum innritunarvef fjarnáms Innritun nýrra nemenda í staðnám stendur einnig yfir en þar fer skráningin fram á Menntagátt. 

Hægt er að fá aðstoð náms-og starfsráðgjafa við að ganga frá umsókn með því að panta tíma í fjarviðtal.