Inga og Villa vottaðir Google-leiðbeinendur

Villa og Inga mynd GK
Villa og Inga mynd GK

Tveir starfsmenn skólans hafa nú lokið tveimur stigum sem vottaðir leiðbeinendur frá Google  (Google Certified Educators). Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari sóttu tvö námskeið í Bretlandi í lok síðasta árs til undirbúnings próftöku. Prófin fóru fram í febrúar og mars og hafa þær nú fengið staðfestingu á að þær hafi staðist kröfur Google sem eru forsendur vottunarinnar. Þar með hafa þær aukið hæfni sína til að leiðbeina bæði starfsmönnum og nemendum skólans á þessu sviði.