Í frímínútum

Frímínútur mynd Inga
Frímínútur mynd Inga

"Hvað gera nemendur í frímínútum?" var rannsóknarspurning í lítilli vettvangsathugun eins nemandans í sálfræðiáfanganum SÁLF2AA05 í síðustu viku. Niðurstöður benda til þess að liðlega þriðjungur nemenda tali saman í löngu frímínútunum en tæplega fjórðungur læri og álíka hlutfall noti farsímann. Fáeinir voru í tölvunni að gera eitthvað annað en læra, fóru út af skólalóðinni eða fengu sér að borða. Tveir sváfu. Vettvangsathugunin fór fram í löngu frímínútunum, kl. 9:10-9:30 þrjá morgna í síðustu viku.